Antequera

Sveitarfélagið Antequera er gríðarstórt (810.39 km2), það stærsta í Malaga og eitt það stærsta á Spáni. Íbúafjöldi er um 42.400 sem dreifist á nokkur svæði innan sveitarfélagsins. Þó að það sé landfræðilega nálægt sjó þá er það ekki eins og flestir sjávarbæir þar sem stór fjallgarður er á milli sjávar og íbúðabyggðar. Loftslagið er milt og svipar til meginlandsloftslags.

Lestu meira

Þar er að finna ríka arfleifð fornleifa og arkitektúrs, svo sem forn mannvirki úr stórum steinum sem eru við Menga, Viera og El Romeral, sem og kirkjur, klaustur og hallir frá mismunandi tímabilum og stílum.  Umhverfislega er náttúruparadísin El Torcal afar tilkomumikil hvað varðar gróður og landslag en þar er að finna eitt flottasta kalksteinasvæði Evrópu.

Alls eru fjórir flugvellir í um klukkustundarfjarlægð frá Antequera og lestarstöð Port of Algeciras, sem hefur gert það að verkum að svæðið er að verða afar mikilvægt þegar kemur að flutningum og dreifingu. Fjöldinn allur af fyrirtækjum hafa séð hag sinn í að staðsetja sig þar vegna þessarar mikilvægu innviða uppbyggingar og hafa myndast svokallaðir atvinnu- og viðskiptagarðar á svæðinu .

Valdar eignir

Fasteign á Spáni ­fríir bæklingar

Fáðu fría bæklinga!

Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.

Sæktu um núna
  +354 616 0510   Fá aðstoð
NOTKUN Á KÖKUM
Við notum okkar vefkökur til að bæta reynslu þína og þjónustuna okkar. Haldirðu áfram að fletta, tökum við því sem samþykki á notkun okkar á kökum. Þú getur fengið nánari upplýsingar um Reglur um notkun á vefkökum.