Einbýli með 4 svefnherbergjum, sundlaug og útsýni til hafs í Málaga

Costa del Sol, Málaga

frá 241,661,000 kr
frá 1.610.000€

4

3

391.00 m2

Beiðni um upplýsingar um þessa eign

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Merkja sem uppáhalds   |       

REF 4034309

Ný lúxus einbýlishús, í fallegu íbúðahverfi í útjaðri Málaga. Það er auðvelt að komast til hvaða hluta borgarinnar sem er, þökk sé frábæru vegakerfi. Með staðsetningu í útjaðri Málaga er fullkomið jafnvægi milli þess að hafa öll þægindi stórborgar en njóta líka friðsæls umhverfis umkringdu náttúru.

Kjarninn samanstendur af einstökum einbýlishúsum með 3 og 4 svefnherbergjum, byggð á lóðum yfir 360m2. Það fer eftir gerð, hvort húsin eru á einni eða tveimur hæðum. Eignirnar hafa mínímalíska hönnun, með beinum línum og stórum, björtum innri rýmum. Þökk sé glæsilegum lofthæðarháum gluggum í öllum herbergjum skapast tenging milli inni- og útisvæða. Allar gerðir hafa kjallara, garða með einkasundlaug, bílskúr og stórar verandir. Verandirnar sem snúa í suður eru aðaleinkenni einbýlishúsanna og bjóða upp á stórkostlegt víðáttumikið útsýni yfir Miðjarðarhafið.

Einbýlishúsin eru með loftkælingu, hleðslustöð fyrir rafbíla, lýsingu og sjálfvirku vökvunarkerfi í garðinum, og ýmsan lúxus að auki.
See more...

  • einkasundlaug
  • verönd
  • garður
  • einkabílastæði
Más información

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Staðsetning

Costa del Sol, Málaga

Málaga borg, höfuðborg samnefnds héraðs, er staðsett við vesturhluta Miðjarðarhafsins á suðurströnd Spánar, í um 100km fjarlægð frá Gíbraltarsundi. Íbúafjöldi borgarinnar er um 580.000 og hún þannig önnur fjölmennasta borg Andalúsíu og sjötta í röðinni yfir Spán í heild sinni. Borgin var stofnuð af Föníkumönnum á áttundu öld fyrir Krist, sem gerir hana enn fremur að einni elstu borg Evrópu. 

Fyrir utan sólríkar strendur, býr þessi borg við rætur Miðjarðarhafsins að mjög áhugaverðum menningarhefðum. Staðurinn sem bauð snillinginn Pablo Picasso velkominn í heiminn, hefur á undanförnum árum aukið við menningararfinn og opnað söfn við allra hæfi. Í borginni má finna einu Pompidou miðstöðina utan Frakklands. 

Á síðustu árum hefur Málaga bæst í hóp bæjarfélaga sem kalla má hefðbundna áfangastaði þeirra sem velja þann kost að koma sér upp heimili í sólinni, á borð við Marbella og Benahavís, þökk sé ríkara menningarlegu framboði, úrvali tómstunda og dægradvalar, tæknivæðingu í borginni og nútímalegri aðlögun að grunnþörfum þeirra sem ferðast og dvelja á staðnum. Það er notalegt að ganga um borgina sem verður alltaf vinsælli og sjá hvernig Alcabaza virkið, Castillo de Gibralfaro kastalinn og dómkirkjan, La Catedral, blandast við önnur hverfi eins og listamannahverfið Soho, með veröndum þar sem má tylla sér og snæða…eða fyrir þá sem elska að versla, að kanna merkar verslanagötur. 

  • 15 km
  • 3 km
  • 3 km
  • 2 km
  • 1 km
  • 5 km

Nánari upplýsingar um Málaga

Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?

Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum

Skoðunarferðir

Hafa samband
NOTKUN Á KÖKUM
Við notum okkar vefkökur til að bæta reynslu þína og þjónustuna okkar. Haldirðu áfram að fletta, tökum við því sem samþykki á notkun okkar á kökum. Þú getur fengið nánari upplýsingar um Reglur um notkun á vefkökum.