Costa del Sol, Málaga
REF 5092027
Lúxus íbúðakjarni við strönd í Malaga, á Costa del Sol. Virðuleg staðsetning með óhindruðu útsýni yfir Miðjarðarhafið, nokkrum mínútum frá miðbænum og alveg við Antonio Banderas strandgötuna. Malaga er borg sem er í stöðugri þróun, með öflugu menningarlífi, listastarfi, með 26 söfn og gallerí, að ógleymdri strandlengjunni sem dregur að sér mikið líf. Borgin er með sinn eigin alþjóðaflugvöll og háhraðalest, en bæði er í um 10 mínútna fjarlægð frá kjarnanum.
Einstakar íbúðir með 3 eða 4 herbergjum, allar með stórri verönd og sjávarútsýni. Rúmgott opið skipulag sameinar stofuna, borðstofuna og eldhúsið sem opnast út á verönd. Íbúðirnar eru hannaðar til að nýta útsýnið sem best, náttúrulega birtuna og sólarinnar sem hægt er að njóta 320 daga á ári í Malaga. Allar íbúðir eru með gestasalerni og hjónaherbergi með baðherbergi innaf. Þakíbúðirnar eru með salerni og sundlaug á veröndinni.
Nútímalegar íbúðir með miklum gæðum, þeim fylgir fullbúið eldhús, gólfhiti á öllu, loftkæling, fullbúin baðherbergi, þvottaherbergi og Smart kerfi. Þeim fylgir einnig tvö bílastæði og geymsla.
Kjarninn er með góð sameiginleg svæði, eins og inni- og úti líkamsrækt, tvær “infinity” sundlaugar, önnur hituð og hin á þaksvæði þar sem einnig er smáréttabar og stórkostlegt útsýni. Þá er spa með hitaðri innilaug, bíósalur, sameiginlegt vinnurými og fundarherbergi, leiksalur fyrir born, daggæsla fyrir börn, skiptiaðstaða fyrir börn, reiðhjólageymsla, brytaþjónusta og öryggisgæsla allan sólarhringinn.
Einstakar íbúðir fyrir lúxus lífsstíl á Costa del Sol.
Costa del Sol, Málaga
Málaga borg, höfuðborg samnefnds héraðs, er staðsett við vesturhluta Miðjarðarhafsins á suðurströnd Spánar, í um 100km fjarlægð frá Gíbraltarsundi. Íbúafjöldi borgarinnar er um 580.000 og hún þannig önnur fjölmennasta borg Andalúsíu og sjötta í röðinni yfir Spán í heild sinni. Borgin var stofnuð af Föníkumönnum á áttundu öld fyrir Krist, sem gerir hana enn fremur að einni elstu borg Evrópu.
Fyrir utan sólríkar strendur, býr þessi borg við rætur Miðjarðarhafsins að mjög áhugaverðum menningarhefðum. Staðurinn sem bauð snillinginn Pablo Picasso velkominn í heiminn, hefur á undanförnum árum aukið við menningararfinn og opnað söfn við allra hæfi. Í borginni má finna einu Pompidou miðstöðina utan Frakklands.
Á síðustu árum hefur Málaga bæst í hóp bæjarfélaga sem kalla má hefðbundna áfangastaði þeirra sem velja þann kost að koma sér upp heimili í sólinni, á borð við Marbella og Benahavís, þökk sé ríkara menningarlegu framboði, úrvali tómstunda og dægradvalar, tæknivæðingu í borginni og nútímalegri aðlögun að grunnþörfum þeirra sem ferðast og dvelja á staðnum. Það er notalegt að ganga um borgina sem verður alltaf vinsælli og sjá hvernig Alcabaza virkið, Castillo de Gibralfaro kastalinn og dómkirkjan, La Catedral, blandast við önnur hverfi eins og listamannahverfið Soho, með veröndum þar sem má tylla sér og snæða…eða fyrir þá sem elska að versla, að kanna merkar verslanagötur.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum