Facebook Pixel

AÐ BÚA OG STARFA Á SPÁNI.

Allt þú þarft að vita

Evrópskir ríkisborgarar geta ferðast um Schengen svæðið og þurfa ekki vegabréfsáritun og nú geta þeir sem hyggjast búa og vinna á Spáni hagnast verulega á nýjum reglum sem varða skattheimtu útlendinga, sem er hluti af nýrri spænskri löggjöf um nýsköpunarfyrirtæki, og fengið svokallað Digital Nomad.

Frá 1. janúar 2023 falla ekki bara þeir sem eru almennir starfsmenn og stjórnendur (nú með færri takmörkunum en áður) undir nýju reglurnar sem innihalda skattaívilnanir, heldur einnig þeir sem stunda eigin atvinnurekstur. Reglurnar ná einnig til allra fjölskyldumeðlima þess sem fellur undir regluverkið.

Tekjuskattslöggjöfin (IRPF) inniheldur sérstakar reglur fyrir starfsmenn sem flytja til Spánar sem gerir það að verkum að þeir geta öðlast dvalarleyfi á Spáni sem Digital Nomad og uppfylla þar með reglur um skattaívilnun í 6 samfelld ár, þ.e. árið sem viðkomandi fær leyfið og í 5 ár eftir það.

Með þessum hætti er viðkomandi skattlagður á Spáni fyrir tekjur sínar hvar sem er í heiminum og greiðir fastan 24% skatt (47% af tekjum yfir 600.000 evrum).

HVERJUM NÝTIST LÖGGJÖFIN?

 

  • Starfsmönnum fyrirtækja og þeim sem eru með eigin atvinnurekstur og vinna fjarvinnu.
  • Frumkvöðlum á sviði efnahagsmála sem stunda sína atvinnu á Spáni og sérfræðimenntuðum aðilum sem veita þjónustu til fyrirtækja sem þjálfa, rannsaka, þróa eða stunda nýsköpun.

ALMENN SKILYRÐI TIL ÞESS AÐ FALLA UNDIR LÖGGJÖFINA

  • Viðkomandi má ekki hafa verið búsettur á Spáni síðastliðin 5 ár
  • Viðkomandi þarf að vera með tekjur að lágmarki 25.000 evrur á ári
  • Tekjur maka, eða hvers fjölskylumeðlims, þurfa að vera 9.500 evrur á ári að lágmarki
  • Heilbrigðistrygging á Spáni sem er gild í a.m.k. 1 ár
  • Hrein sakaskrá
  • Staðfestingu sem sýnir fram á 3ja ára starfsreynslu eða uppfylla skilyrði um viðbótarmenntun.

Starfsmenn eða þeir sem eru með eigin atvinnurekstur:

  • Fyrirtækið þarf að verið starfrækt í a.m.k. 1 ár.
  • Samningur þarf að liggja fyrir um a.m.k. 3ja mánaða yfirmannsstöðu starfsmanns, nema ef fyrirtækið er spænskt. Þá þarf eingöngu samning til 3ja mánaða.
  • Skjal frá fyrirtækinu um að starfsmaðurinn geti unnið fjarvinnu.

Eigin atvinnurekstur:

  • Sýna þarf fram á viðskiptasamband við viðskiptavini sem hefur varið lengur en í 3 mánuði.
  • 80% tekna þurfa að berast frá frá öðrum en spænskum fyrirtækjum.

Fastan 24% skatt (47% af tekjum yfir 600.000 evrum)

HVERNIG Á AÐ SÆKJA UM?

Skila þarf skjölum til spænskra yfirvalda (Spanish Social Security). Fjölmargar lögfræðiskrifstofur aðstoða við ferlið og gæta að því að öll skjöl séu rétt og skili tilætluðum árangri.

AÐRIR KOSTIR ÞESS AÐ STARFA FRÁ SPÁNI

Til viðbótar við skattaívilnanir þá eru fjöldi annarra þátta sem hafa það í för með sér að Spánn er aðlaðandi valkostur:

Lífsgæði. Spánn er í öðru sæti yfir hæstu lífslíkur í heimi, samkvæmt OECD. Miðjarðarhafs matarræðið og loftslagið stuðla að þessu.

Heilbrigðiskerfið.  Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er fyrir alla sem tryggir útlendingum og þeim sem flytja til Spánar sömu þjónustu og spænskum ríkisborgurum.

Alþjóðleg menntun. Það eru fleiri en 40 alþjóðlegir skólar á svæðunum þar sem eignirnar okkar eru til sölu. Að auki eru bæði almennir og einkaskólar með sérhæfðar námslínur á ensku og námslínur fyrir tvítyngd börn.

Internet tengingar og háhraðanet. Spánn er eitt best tengda landið þegar kemur að ljósleiðara og 5G tengingum vegna framúrskarandi innviða uppbyggingar.

Samvinnu rými. Til viðbótar við fjölda viðskiptagarða sem fólk getur leigt sér vinnuaðstöðu þá er fjöldi nýbygginga sem við bjóðum til sölu með sérstök sameiginleg vinnurými í sameignum.

Ef þú ert tilbúinn til að láta drauma þína rætast um að búa og starfa frá Spáni þá getum við aðstoðað þig við að finna réttu eignina.

.