Algengar
spurningar

1.- ER ÖRUGGT AÐ KAUPA FASTEIGN Á SPÁNI?

Spánn er þróað land með víðfeðmar lagasetningar sem miða að því að vernda neytandann. Á fasteignamarkaði gilda lög sem tryggja rétt kaupandans og tryggingar á greiðslum til byggingaraðilans eru veittar með bankaábyrgðum eða öðrum tryggingum.

 Ef farið er eftir ráðleggingum fagaðila eins og Medland, er 100% öruggt að festa kaup á fasteign á Spáni. Við hjá Medland mælumst ávallt til þess að nýtt sé þjónusta lögmanns við umsjón ferlisins í heild og til yfirferðar á skjölum er kaupin varða. Mundu að hundruðir þúsunda manna hafa tekið þetta skref á undan þér og eru ánægðir með þá ákvörðun.

2.- ÞARF ÉG LÖGMANN?

Það er ekki skylda að ráða lögmann eða endurskoðanda þegar keypt er fasteign á Spáni. Það er hins vegar mjög ráðlegt, sér í lagi fyrir utanaðkomandi, eða fólk sem ekki býr á Spáni og þekkir ekki lagaumhverfið sem í flestum tilfellum getur verið mjög ólíkt því sem fólk á að venjast í sínu heimalandi þegar kemur að fasteignaviðskiptum.  Góð leiðsögn löglærðs aðila mun koma sér vel þegar kemur að fjármögnun og hverju því sem snýr að eignarhaldi, umsýslu, erfðamálum, skattskyldu og öðru slíku. Þegar um erlendan aðila er að ræða, sér lögmaðurinn um allt sem viðkemur kaupunum, eins og það að sækja spænskar kennitölur fyrir þá sem kaupa, sjá um framgöngu gagnvart skattayfirvöldum í kjölfar kaupanna og gera samninga við vatns- og rafveitu, svo eitthvað sé nefnt.

3.- NOTARÍ

Notario eða sýslumaður er opinber starfsmaður á vegum ríkisins en hans hlutverk er að veita almenningi það réttaröryggi sem tryggt er með níundu grein spænsku stjórnarskrárinnar. Þarna er um löglærðan, sjálfstæðan aðila að ræða sem einnig er sérhæfður í samkeppnislögum. Hann hefur leyfi til að þinglýsa og votta skjöl sem lögð eru fyrir hann og sér um uppsetningu á og ábyrgist skjöl eins og erfðaskrár, samninga, erfðir, kaup og sölu á eignum og svo framvegis.

Notario er hlutlaus fagaðili sem aðstoðar, fer yfir og tryggir að samningurinn þinn sé löglegur með öllu. Hann er þannig lögleg trygging fyrir einstaklinga jafnt sem ríkið. Það er eingöngu hægt að skrá fasteign i fasteignaskrám, hafi afsal verið undirritað frammi fyrir og því þinglýst af notario.

4.- HVAÐ ER NIE?

NIE (Número de Identidad de Extranjeros) er spænsk kennitala fyrir erlenda aðila, sem gefin er út af innanríkisráðuneytinu. Sótt er um kennitöluna og hún afgreidd af innflytjendaskrifstofum lögreglunnar eða Policía Nacional. Þessi kennitala hefur eingöngu hlutverk við skráningu og stjórnsýslu og hefur ekki að gera með heimild til búsetu á Spáni. Talan breytist ekki en mögulega þarf einhvern tíma að sækja um afrit af skírteininu. Til að sækja um NIE númer, þarf að fara á skrifstofur lögreglunnar, tiltekna skrifstofu eftir því hvar eignin er staðsett sem kaupa skal, og vegabréf, passamyndir, ljósrit af skjölum og þartilgert umsóknareyðublað er það sem leggja þarf fram. Þetta ferli hefur þó orðið flóknara undanfarið þar sem mikið er að gera við þetta hjá embættinu. Við mælumst þannig til þess að lögmaðurinn þinn fái umboð til að ganga í þetta. Það kostar lítið þegar litið er til þess að klukktímar sparast í bið og við umstang við skrifræði og pappíra.

Það má einnig sækja um slíka kennitölu í gegnum konsúla á vegum utanríkisráðuneytis Spánar en slíkar umsóknir munu vafalítið taka mun lengri tíma.

1.- HVAÐA SKATTAR SKULU GREIDDIR VIÐ KAUP Á FASTEIGN?

Kaupirðu nýja fasteign er aðalskatturinn svokallaður IVA eða söluskattur sem reiknast 10% af kaupverði. Þessi skattur leggst einnig á bílskýli og geymslur sem kunna að vera hluti af kaupunum. Skatturinn er greiddur til byggingaraðilans og leggst á hverja greiðslu fyrir sig. Að auki kemur til skattur sem kallast Actos Jurídicos Documentados (AJD) en hann er greiddur við undirritun afsals og reiknast 1,5% (í Valenciu héraði) af kaupverði.

Kaupirðu notaða fasteign, heitir söluskatturinn Impuesto de Transmisiones Patrimoniales Onerosas (ITP), og reiknast 10% af kaupverði í Valenciu héraði. Sá skattur er greiddur við undirritun afsals. Auk skattanna koma til önnur gjöld, eins og notarí kostnaður, skráningarkostnaður og lögmannskostnaður. Við hjá Medland mælum með að reiknað sé með 14% kostnaði ofan á kaupverðið í heildina.

2.- HVER ERU ÁRLEG GJÖLD?

Almennt á litið, er kostnaður við rekstur á fasteign við strandlengjuna, ekki óviðráðanlegur.

Auk hefðbundins kostnaðar, eins og fastagjalda af vatni og rafmagni, felst kostnaðurinn í sköttum og öðrum gjöldum sem byggjast á gerð eignarinnar og stærð. Impuesto sobre Bienes Inmuebles (IBI) eru 

fasteignagjöld sem reiknast á eignina, óháð því hver eigandi hennar er. Til útreikninga á IBI er stuðst við svokallaðan Valor Catastral (fasteignamat í skráningu sem er að venju mun lægra en markaðsverð fasteignarinnar) og er þá miðað við prósentur sem settar eru af því bæjarráði sem við á. Almennt er þessi kostnaður á bilinu 150-400 evrur á ári.

Impuesto sobre la Renta de las Personas Físicas (IRPF) er fasteignaskattur. Ef nýja fasteignin er þitt aðal heimili, er hún ekki skattskyld sem slík. Ef hún er hins vegar þitt annað heimili, ertu skattskyldur og greiðir af henni eignaskatt.

Miðað er við 1,1% af fyrrnefndum Valor Catastral við útreikning á skattinum, 2% ef ekki liggur fyrir endurskoðað fasteignamat. Ef fasteignamatið liggur alls ekki fyrir er reiknað 1,1% af 50% kaupverðsins. Útfrá þessum tölum reiknast svo skattur á hvern eiganda og hans hlut í eigninni.

Sem dæmi, ef eign hefur Valor Catastral 100.000 evrur, reiknast skatturinn á eftirfarandi hátt:

1,1% af 100.000 evrum = 1.100 evrur sem er notað sem grunnur til útreikninga. Skattfjárhæðin er svo reiknuð hlutfallslega fyrir hvern og einn. Ef hluturinn er 12%, yrði skatturinn 132 € á ári.

Sameign og húsfélag

Ef fasteignin er hluti af kjarna, hverfi eða byggingu, þar sem fyrir eru sameiginleg svæði, er hver og einn eigandi skyldugur til að vera hluti af húsfélagi um þá sameign. Kostnaður við viðhald á sameigninni er lagður fyrir og samþykktur á aðalfundi eigenda. Hver og einn eigandi, greiðir húsfélagsgjald sem almennt á litið liggur á bilinu 45 og 120 evrur mánaðarlega. Upphæðin fer eftir fjölda eigenda í sameign og þeirri þjónustu sem fyrir hendi er á sameiginlegum svæðum, svo sem sundlaug, lyfta eða SPA.

Tryggingar

Kostnaður við tryggingar á árlegum grundvelli, fer auðvitað eftir því sem tryggt er; tegund og stærð eignar og virði innanstokksmuna sem tryggðir eru. Algeng upphæð liggur á bilinu 180 € y 380 € á ári, fyrir meðalfasteign.

3.- ER ÖRUGGT AÐ KAUPA FASTEIGN Á SPÁNI?

Spánn er þróað land með víðfeðmar lagasetningar sem miða að því að vernda neytandann. Á fasteignamarkaði gilda lög sem tryggja rétt kaupandans og tryggingar á greiðslum til byggingaraðilans eru veittar með bankaábyrgðum eða öðrum tryggingum.

Ef farið er eftir ráðleggingum fagaðila eins og Medland, er 100% öruggt að festa kaup á fasteign á Spáni. Við hjá Medland mælumst ávallt til þess að nýtt sé þjónusta lögmanns við umsjón ferlisins í heild og til yfirferðar á skjölum er kaupin varða. Mundu að hundruðir þúsunda manna hafa tekið þetta skref á undan þér og eru ánægðir með þá ákvörðun. 

1.- GET ÉG FENGIÐ VEÐLÁN Á SPÁNI?

Bankar á Spáni og einhver fjármögnunarfyrirtæki í öðrum löndum, eru tilbúin til að fjármagna kaup á fasteign á Spáni. Skilyrðin eru skýr: afborganir af lánum samanlagt skulu ekki fara yfir 30% - 40% af almennum ráðstöfunartekjum lántaka mánaðarlega. Þarna eru lán í heimalandi þannig tekin með í reikninginn.  

Veðlánsupphæð skal ekki fara yfir 70% af þeirri upphæð sem lægri er af annars vegar kaupverði eignarinnar og hins vegar verðmati sem gert er í tengslum við lántökuna.

Miðast lánstími við að lánið sé að fullu uppgreitt þegar yngsti umsækjandinn nær 75 ára aldri.

2.- HVERSU HÁA VEXTI ÞARF ÉG AÐ GREIÐA?

Algengast hefur verið að miðað sé við stýrivexti eða EURIBOR auk vaxtaálags sem liggur yfirleitt á bilinu 1,5 % og 3 %, breytilegt eftir hreyfingum stýrivaxta þegar þeir eru endurskoðaðir.

Færst hefur í aukana að veðlán séu veitt með föstum vöxtum, í kringum 3%, sem þýðir ákveðið öryggi í mánaðarlegum afborgunum, í hið minnsta eru þær óháðar vaxtabreytingum.

3.- HVERSU HÁTT HLUTFALL GET ÉG FENGIÐ FJÁRMAGNAÐ?

Þó að mögulegt sé að sækja um 70% veðlán hjá bönkunum, er ráðlegt að reikna með að eiga 50% af kaupverðinu þegar af stað er farið. Kaupunum fylgir skattur og kostnaður, eða um 14% af kaupverðinu. Auk þess þarftu að gera ráð fyrir innanstokksmunum í eignina. Ef þú átt þá upphæð sem nemur helmingi kaupverðs eignarinnar sem þér líkar, geturðu reiknað með að fjármagna restina með veðláni á Spáni. Ef ekki, er ráðlegt að leita annarra fjármögnunarleiða í heimalandi.

1.- ÞARF ÉG Á FASTEIGNASÖLU AÐ HALDA?

Það er ekki bráðnauðsynlegt, en afar skynsamlegt, að nota þjónustu fasteignasala við leitina að réttu eigninni. Góð fasteignasala hefur kunnáttu til að leiðbeina og ráðleggja, þekkir til byggingaraðilanna og hefur umsjón með samskiptum í tengslum við kaupin sjálf og það sem samið er um. Að nota fasteignasölu sem sérhæfir sig og hefur reynslu í umsýslu þeirra tegunda eigna sem heilla þig, er trygging fyrir því að ferlið gangi þægilega fyrir sig. Þú sparar tíma og þegar upp er staðið, einnig peninga, því við höfum valið fyrirfram þær eignir sem mögulega henta þér að skoða og höfum útilokað þær sem ýmist henta þér ekki eða þá byggingaraðila sem ekki veita tilskyldar tryggingar. 

2.- 7 ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ AÐ NOTA FASTEIGNASALA

Hér viljum við benda á 7 góðar ástæður fyrir því að ráðlegt er að nýta sér þjónustu fasteignasala:

  1. Þú sparar þér tíma og peninga: Góð fasteignasala tekur saman fyrir þig lista sem miðast við þarfir þínar og óskir, áður en farið er af stað. Þú gætir eytt mörgum vikum í að skoða svæði og eignir sé þetta ekki gert og tíminn er peningar.
  2. Meira öryggi: Sérhæfður og faglegur fasteignasali er vel að sér um lög og reglur og þekkir að auki fasteignirnar sem í boði eru. Slíkur fasteignasali mun útiloka þá byggingaraðila sem mögulega hafa einhver vandræði í för með sér, ýmist hvað varðar leyfi og pappíra eða gæði í framkvæmdum.
  3. Þekking á svæðum: Fasteignasalan getur gefið þér ráðleggingar hvað varðar bestu svæðin, byggt á þínum óskum og þörfum (nálægð við sjúkrahús, rólegheit, samgöngur, þjónusta og svo framvegis). Með góðan fasteignasala þér við hlið, geturðu verið viss um að þér verði sýnd svæði sem henta þér.
  4. Reynsla fasteignasalans: Fagaðili með áralanga reynslu getur ráðlagt þér um mögulegar breytingar eða umbætur, gefið þér hugmyndir er varða skreytingar eða lýsingu, jafnvel frágang á garði. Að auki getur hann komið þér í samband við aðila sem tekið geta að sér umsjón með garðinum þínum og sundlauginni eða veitt þjónustu við þrif.
  5. Kostnaður: Það að nýta sér þjónustu fasteignasölu felur ekki í sér neinn aukakostnað fyrir viðskiptavini. Umboðslaun eru greidd til fasteignasölunnar af byggingaraðila. Verðin eru hin sömu, kaupirðu í gegnum fasteignasölu. Og það sem meira er, fasteignasalan er í aðstöðu til að semja fyrir þig, sökum velvildar og fjölda viðskiptavina.
  6. Þú ert laus við hindranir vegna tungumálaörðugleika: Jafnvel þó að hjá flestum byggingaraðilum sé starfsfólk sem býr að enskukunnáttu, er það í mörgum tilvikum ófullnægjandi, eigi samskiptin að vera skýr og án misskilnings. Fasteignasala sem býður þér uppá þjónustu á þínu eigin tungumáli er lykilatriði, viljirðu forðast misskilning og vafaatriði.
  7. Eftirsöluþjónusta: Fasteignasalan sér um að fylgjast með framkvæmdum fyrir þína hönd og fer í úttekt á eigninni áður en skrifað er undir afsal. Þannig er gengið úr skugga um að allt sé í lagi og þú sparar þér tíma og óþarfa ferðalög. 
3.- HVERNIG VEIT ÉG HVAÐA FASTEIGNASALA VEITIR BESTU ÞJÓNUSTUNA?

Verkefni og tilgangur fasteignasölunnar er að aðstoða þig við að finna réttu eignina. Góður fasteignasali getur veitt þér flotta þjónustu en ráðlegt er að ganga fyrst úr skugga um að hann uppfylli þessi skilyrði:

•             Hann ætti að vera sérfræðingur í þeim eignum sem þér hlotnast að skoða (nýjum eignum, endursölueignum, sveitabýlum o.s.frv.).

•             Hann ætti að búa yfir kynningu á eignunum með góðum upplýsingum, myndum og myndböndum af því sem í boði er.

•             Hann ætti að svara fljótt öllum fyrirspurnum þínum, hlusta eftir þörfum þínum og óskum og bjóða þér eignir sem best falla að þeim lista.

•             Hann ætti að geta boðið þér uppá skilvirkar skoðunarferðir, með heimsóknum og greinargóðum upplýsingum um hverja eign sem heimsótt er, ásamt leiðsögn um ólík svæði sem áhuga kunna að vekja.

•             Hann ætti að geta boðið þér uppá eftirsöluþjónustu þar sem fylgst er með öllu ferlinu fyrir þína hönd, allt að afhendingu eignarinnar; aðila sem vinnur fyrir þig og sér um að samhæfa bæði byggingaraðila og lögmenn svo að allt gangi upp.

•             Fasteignasalan ætti að hafa sterkan grunn á því svæði sem skoða skal en þannig eru góð sambönd við byggingaraðila tryggð og þú getur verið viss um að ganga að þjónustunni vísri.

1.- HVAÐ ER SKOÐUNARFERÐ?

Sérsniðin skoðunarferð er besta leiðin til að finna réttu eignina. Tímanum sem fer í heimsóknir í sýningaríbúðir er vel varið og búið að velja fyrirfram þær eignir sem til greina koma fyrir þig og í samræmi við óskir þínar um nærumhverfi. Öllum þínum spurningum er svarað á hverjum stað.

Skoðunarferð tekur venjulega 2-3 daga og við sjáum um að skipuleggja heimsóknina fyrir þig og erum þannig búin að gera ráð fyrir að geta komið öllu í ferli á meðan þú ert hjá okkur, finnirðu réttu eignina.

Þú ert sótt/ur á flugvöllinn, og flutt/ur á hótelið og við förum saman í að heimsækja svæðin og eignirnar. Við erum ráðgjafar þínir á meðan á þessu stendur og komum á fundi með lögmanni og banka í kjölfarið, svo eitthvað sé nefnt. Að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, sjáum við um að greiða ákveðinn kostnað við ferðina, svo sem gistingu og morgunverð á fjögurra stjörnu hóteli, einhverjar máltíðir að auki og flutning til og frá flugvelli.

2.- SKILYRÐI Í SKOÐUNARFERÐ MEÐ MEDLAND

Skoðunarferð með Medland er fjárfesting og tími fyrir báða aðila. Fasteignasalan býðst til að greiða gistingu í 2 nætur á fjögurra stjörnu hóteli og umfram allt, leggur fram starfskraft sem sinnir þér á meðan á dvölinni stendur. Við höfum þannig sett ákveðin skilyrði fyrir því að bjóða þér uppá slíka ferð:

•             Þú verður að vera tilbúin/n að kaupa. Þú þarft þannig að vera í aðstöðu til að geta tekið ákvörðun í ferðinni, finnirðu réttu eignina. Þetta felur í sér að geta greitt staðfestingargjald að upphæð 5-10 þúsund evrur, en þetta fer eftir eigninni sem festa skal og þú þarft að geta reitt af hendi greiðslu sem nemur milli 30 og 50% af kaupverði, mánuði eftir að eignin er fest.

•             Allir sem að kaupunum koma þurfa að vera með í ferðinni.

•             Þú þarft að vera viss um það hvernig þú hyggst fjármagna kaupin. Ætlirðu að taka veðlán er æskilegt að þú sért búin/n að kynna þér skilyrðin og möguleikana fyrir því áður en þú ferð af stað.

•             Það er gert að algjöru skilyrði að þú sért eingöngu að skoða eignir með Medland í ferðinni, engum öðrum fasteignasölum. Enda eru allar nýjar eignir á sömu verðum hjá ólíkum aðilum og flestar þeirra á skrá hjá þeim flestum. Heimsóknir til margra fasteignasala þegar skoða skal nýjar eignir er því tímasóun fyrir alla aðila.

•             Þú verður að vera með þokkalegt meðal verðþak svo að hægt sé að sýna þér úrval fasteigna í ferðinni, ekki eingöngu tvær til þrjár ódýrustu íbúðirnar.

•             Við gerum það að skilyrði að þú sért hrifnari af nýjum eignum og nútímalegri hönnun, við erum sérfræðingar í slíkum eignum og enginn tilgangur í að heimsækja okkur ætlirðu að skoða endursölueignir.

Ertu enn með spurningar? Hafðu samband við okkur.

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

  +354 616 0510   Fá aðstoð