Yfir 800 km löng strandlengja með hvítum sandströndum og fallegum klettaströndum.

Við suðausturströnd Spánar, bíða þín 2.800 sólarklukkustundir á ári svo þú megir njóta lífsstílsins við Miðjarðarhafið.

Suðaustur og suðurströnd Spánar dregur að sér stóran hóp ferðamanna og er kannski vinsælasti áfangastaðurinn við Miðjarðarhafið og án efa eitt eftirsóttasta svæðið þegar kemur að þeim sem leita sér að öðru heimili í sólinni, eða þeim sem vilja kaupa fasteign til fjárfestingar. Það má skilja þennan áhuga allra þjóðerna á Miðjarðarhafinu sem áfangastað, ef litið er til þess að strandlengja Alicante, Murcia og Málaga mælist 800 km og einkennist af hvítum sandströndum, klettaströndum sem jafnast á við paradís og afar fallegum klettasvæðum. Hér má telja 2.800 sólarklukkustundir á ári og meðalhitinn á ársgrundvelli er 19ºC en við þetta bætast almennir innviðir í takt við nútímann.

Við norður Costa Blanca og við syðri hluta Costa Cálida, einkennist landslag meira af fjalllendi og þar ráða háir klettar ríkjum, ásamt klettaströndum. Á þessum svæðum njóta íbúar fallegs útsýnis. Þekktasta borgin í norðri er Benidorm en vinsælda njóta einnig Altea, Villajoyosa, Calpe, Javea, Denia y Mazarrón í suðri. Við suður Costa Blanca og við norðurhluta Costa Cálida ræður látlausara landslag ríkjum og einkennist af pálmatrjám og víðfeðmum hvítum sandströndum. Aðal þéttbýlissvæðin eru Santa Pola, Guardamar, Torrevieja, Orihuela Costa, Los Alcázares og La Manga del Mar Menor.

Við Costa del Sol, þar sem fjöllin eru mjög nálægt hafinu, má finna grænna umhverfi, milt loftslag og standlengju sem sameinar strendur og klettavíkur, með mörgum stöðum sem búa að óviðjafnanlegu útsýni. Helstu bæir við Costa del Sol eru Málaga, Torremolinos, Estepona, Fuengirola og Marbella.

Finndu réttu eignina fyrir þig

Við norður Costa Blanca eru fasteignir í hærri klassa á meðan suður Costa Blanca og Costa Cálida bjóða uppá lægra meðalverð á fasteignum.

Valdar eignir

Fasteign á Spáni ­fríir bæklingar

Fáðu fría bæklinga!

Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.

Sæktu um núna
  +354 616 0510   Fá aðstoð
NOTKUN Á KÖKUM
Við notum okkar vefkökur til að bæta reynslu þína og þjónustuna okkar. Haldirðu áfram að fletta, tökum við því sem samþykki á notkun okkar á kökum. Þú getur fengið nánari upplýsingar um Reglur um notkun á vefkökum.