Við hjá Medland á Spáni getum sparað þér tíma með því að bjóða þér sérsniðna og persónulega skoðunarferð; faglega aðstoð við að finna réttu eignina fyrir þig og á réttu verði.
Medland er frábrugðin öðrum fasteignasölum, við sérhæfum okkur í nýbyggingum -fallega hönnuðum fasteignum þar sem valið stendur um yfir 300 ólík fasteignaverkefni við norður og suður Costa Blanca ströndina og suður til Costa Cálida og Costa del Sol. Allt frá íbúðum til glæsilegra einbýlishúsa með stórkostlegu sjávarútsýni svo eitthvað sé nefnt.
Smelltu og sjáðu hvað er innifalið
Ferðin felur í sér:
- Persónulegan eignalista samkvæmt fyrirfram ákveðnu verðþaki.
- Akstur milli flugvallar og hótels.
- Gistingu á 4* hóteli í 3 nætur.
- Morgunverð og hádegisverð meðan á skoðun stendur.
- Kynningu á ólíkum svæðum.
- Við komum á fundi með enskumælandi lögmanni og bankafulltrúa komi til kaupa.
- Við komum þér í samband við leigumiðlun, óskirðu þess.
- Eftirsöluteymið okkar kemur til með að aðstoða þig við húsgagnakaup og annað sem tengist eigninni þinni.
- Skilyrði er um að þú sért tilbúin/n til að festa fasteign með staðfestingargjaldi, finnirðu þá réttu.
- Skilyrði er um að þú sért eingöngu að hitta fasteignasala frá Medland í ferðinni.
- Skilyrði er um að kaupverð megi vera minnst 160.000 evrur. Athugaðu að skattar og gjöld bætast við verðið og nemur sá kostnaður um 14%.
Smelltu fyrir nánari upplýsingar.
- Dagsetningar þarf að ákveða í samráði við okkur. Hvaða dagsetningar sem eru, eru þannig ekki í boði.
- Viljirðu frekar skipuleggja ferðina þína sjálf/ur, munum við glöð skipuleggja VIP rúnt fyrir þig á Spáni. Slíkt köllum við heimsókn og bókum þann fund fyrirfram.
- Í ferðinni er ákvörðunin um að kaupa eða kaupa ekki, algjörlega undir þér komin. Við beitum engum þrýstingi, enda treystum við þér til að taka rétta ákvörðun og veitum þér aðeins leiðsögn í því ferli. Við förum þó fram á, eins og áður segir, að þú sért tilbúin/n til að staðfesta kaup á fasteign, finnirðu þá réttu.