Facebook Pixel

Leiðbeiningar til áætlunar á rekstrarkostnaði, eigirðu fasteign á Spáni

 

Almennt séð, eigirðu fasteign á Spáni, er rekstrarkostnaður vegna hennar ekki mikill. Fyrir utan gjöld sem tengjast vatni og rafmagni fara árleg gjöld, á formi skatta og annars kostnaðar, eftir gerð og stærð eignarinnar.

IBI (Fasteignagjald)

Þessi skattur kemur frá bænum og leggst á allar fasteignir, burtséð frá því hver eigandinn er. Skatturinn er reiknaður út frá fasteignamati sem venjulega er lægra en markaðsverð eignarinnar og stundum er þarna verulegur munur á. Útreikningurinn er byggður á formúlu og prósentan getur verið misjöfn eftir bæjarfélögum. Almennt má segja að þessi skattur geti legið á bilinu 150 til 400 evrur á ári.

IRPF (Fasteignaskattur)

Ef ný eign er lögheimili þitt er hún undanskilin þessum tekjuskatti. Ef þú notar hins vegar eignina sem dvalarstað í fríum og hún er þannig þitt annað heimili, er hún skattlögð í sérstakri tekjuskattsskýrslu árlega.
Stofn til útreiknings er 1.1% af fasteignamati, sem talað var um hér að ofan, ef eignin býr að nýlegu mati en 2% ef matið er gamalt og hefur ekki verið endurskoðað. Ef eignin hefur ekki enn verið metin er miðað við 1.1% af 50% af kaupverði.

Sem dæmi, ef fasteignamat er 100,000 evrur, er skatturinn reiknaður sem hér segir: Tekjuskattur (IRPF): Skattstofn=1.1% af fasteignamati (100,000 evrur) = 1,100 evrur. Upphæð til greiðslu er síðan byggð á skatthlutfalli hvers skattgreiðanda. Ef skatthlutfall þitt er 19% (almennt skatthlutfall fyrir Evrópubúa sem ekki eiga lögheimili á Spáni), mun tekjuskatturinn verða 209 evrur á ári.

Til viðbótar við þessar skattgreiðslur, þarftu að hafa eftirfarandi í huga:

Húsfélag

Ef eignin er hluti af kjarna eða er í fjölbýli þar sem um er að ræða sameiginleg svæði, verður hver eigandi, samkvæmt lögum, að vera hluti af húsfélagi. Árlegur kostnaður við viðhald á sameign og þjónustu við hana er samþykktur á ársfundi þessa húsfélags og hver eigandi greiðir síðan húsfélagsgjald sem venjulega er á bilinu 45 til 120 evrur á mánuði. Upphæðin byggist á því hversu margir eigendur eru í húsfélagi og því hversu víðtæk þjónusta er í kjarnanum, svo sem sundlaug, lyfta og/eða Spa.

Trygging

Kostnaður við húseigenda- eða heimilistryggingu byggist á gerð eignarinnar og því sem henni tengist. Venjulega er þessi kostnaður á bilinu 180 til 380 evrur á ári, miðað við hefðbundnar eignir.

Sundlaug / Viðhald á garði

Þetta á eingöngu við um einbýli og sum raðhús sem búa að eigin sundlaug. Fyrirtæki sem sérhæfa sig í þessari þjónustu eru víðs vegar og felst þjónustan í því að heimsækja eignina þína vikulega, þrífa laugina og sjá um að setja tilskilin efni í hana, ásamt því að snyrta garðinn.

Hver er svo rekstrarkostnaðurinn á ársgrundvelli?

Að neðan má sjá dæmi fyrir hefðbundna íbúð að andvirði (kaupverð) €200,000