Orihuela Costa er breið strandlengja á Suður Costa Blanca með ótrúlegu útsýni, notalegum víkum, ströndum með hvítum sandi og fögrum Miðjarðarhafsskógi.
Á síðustu árum hefur verið mikil uppbygging í ferðaþjónustu á Orihuela Costa sem býr því yfir fullkomnum innviðum og þjónustu. Nokkrar verslunarmiðstöðvar eru á svæðinu, þar á meðal ein sú stærsta á Spáni. Þar er einnig að finna eina 5 golfvelli, sjúkrahús, og nokkra alþjóðlega skóla. Í stuttu máli, fullkominn staður fyrir þá sem velta fyrir sér kaupum við ströndina. Framboðið er mikið og verðið afar samkeppnishæft. Orihuela Costa skiptist upp í nokkrar íbúðabyggðir, hvort sem er nær eða fjær ströndu eða í nálægð golfvallar. Hér eru þær byggðir í Orihuela Costa þar sem finna má fasteignir frá okkur:
Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.