Medland Spáni er fasteignasala skipuð af fagfólki með mikla reynslu á fasteignamarkaði. Teymið okkar samanstendur af fagmanneskjum frá ólíkum löndum, sem vinna saman að sameiginlegu markmiði: Að aðstoða borgara frá ólíkum löndum við að finna sitt tilvalda heimili á Spáni.
Fyrirtækið byggir stefnu sína á gæðum þjónustu, bæði hvað varðar val á eignum sem við bjóðum, kynningu á þeim eignum, aðstoð og leiðsögn sem við bjóðum viðskiptavinum gegnum net og síma, fylgd í heimsóknum svo að viðskiptavinir megi kynnast eignunum af eigin raun, auk eftirfylgni þegar kaupin hafa átt sér stað.
Okkar markmið er að það flókna ferli sem það að kaupa fasteign í öðru landi getur verið, verði fagleg, ánægjuleg og vel skipulögð reynsla. Því markmiði náum við með því að bjóða bestu mögulegu þjónustu, forðast hvers konar þrýsting og tryggja hámarks lagalegar og fjárhagslegar tryggingar. Við reiknum með því að viðskiptavinir okkar búi yfir færni og dómgreind sem þarf til að taka skynsamlegar ákvarðanir, okkar markmið er einfaldlega að veita leiðsögn og tryggja að allar upplýsingar sem nauðsynlegt er að hafa við slíkar ákvarðanatökur séu til staðar. Hver sá sem ákveður að festa kaup á góðri fasteign í öðru landi hlýtur að hafa, á einn hátt eða annan, notið árangurs í lífinu. Sá hinn sami ætti að krefjast og reikna með bestu mögulegu þjónustu frá Medland.
Skrifaðu okkur info@medlandspain.com
Hringdu í okkur í síma +34 965 033 910
Main Office (Torrevieja)
Paseo del Prado, 7; Ctra. CV-905, Km 8,6
03184 Torrevieja - Alicante, Spain
Costa del Sol Office (Marbella)
Carretera N-340, Km.183
Urbanización Panorama 17
29603 Marbella, Spain