Aguilas er staðsett syðst við Murcia ströndina sem liggur að Andalúsíu og er fræg fyrir strendur, veiðar og ríka menningararfleifð. Aguilas býr að 28 km langri strandlengju og þar má telja 36 afar fallegar strendur og víkur, margar þeirra prýddar Bláa Fánanum sem er viðurkenndur gæðastaðall. Njóta má þægilegra þéttbýlisstranda sem umkringdar eru þjónustu, auk nokkurra fullkomlegra óspilltra paradísa við Miðjarðarhafið, svo sem Cabo Cope og Puntas de Calnegre, þar sem horfa má á hrífandi sólarupprásir.
Þökk sé líltilli fiskihöfn býður Aguilas upp á stórkostlega matargerð sem byggist á ferskum fiski og sjávarfangi og að auki er boðið uppá fjölbreytt úrval vatnaíþrótta við höfnina. Þar má stunda köfun, fara á seglbretti og iðka siglingar. Fyrir þá sem kjósa afþreyingu á föstu landi, má finna margar áhugaverðar gönguleiðir á svæðinu.
Ríkur sögulegur og menningarlegur arfur einkennir Aguilas en bærinn hefur staðið síðan á steinöld og margir menningarheimar hafa komið þar við og sett mark sitt á en þar má greina Alsír, Föníku, Rómverja og Múslima, svo eitthvað sé nefnt. Sérstaklega áhugaverðar eru rómverskar rústir frá fyrstu öld til þeirrar fjórðu, einkum rómversku böðin.
Skuggamynd San Juan de las Aguilas kastalans við Miðjarðarhafið er orðin að merki bæjarins. Eftir að þú hefur heimsótt virkið geturðu toppað daginn þinn með kvöldmat eða drykk í Zoco del Mar meðan þú nýtur yndislegs útsýnis yfir bæinn.
Vinsælar hátíðar eru einnig mikilvægur þáttur í menningu Aguilas, en þar stendur Karnavalið uppúr með tilheyrandi tónlist, dansi og fantasíu.
Í stuttu máli er Aguilas staður fullur af menningu og skemmtilegum hefðum við Miðjarðarhafið, að búa þar allt árið um kring og njóta lífsins eru sannkölluð forréttindi.
Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.