Mazarrón er einn af aðal ferðamannastöðunum við strönd Murcia enda búin 35 km strandlengju þar sem finna má 15 strendur við byggð og 16 náttúrulegar strendur með földum klettum.
Þrátt fyrir það aðdráttarafl sem Mazarrón hefur á ferðamanninn, heldur bærinn hefðbundnum sjarma Miðjarðarhafsbæjar, þökk sé eftirliti sem haft er með þéttbýlismyndun á svæðinu. Auk þéttbýliskjarna Mazarrón, er nauðsynlegt að tala um höfnina í Mazarrón en hún er staðsett í gríðarfallegum flóa með víðum ströndum og heillandi klettum. Hrein paradís fyrir þá sem unna köfunaríþróttinni, þökk sé tæru vatninu og fegurðinni sem þar er falin en þar má finna tvö sokkin skip sem talin eru elstu skiprek Miðjarðarhafsins.
Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.