Í austasta hluta Málaga héraðs, við jaðar Granada, má finna strandbæinn Nerja, eitt af þekktustu þorpum Spánar. Þorpið er eitt vinsælasta ferðamannaþorp í La Axarquía og býður uppá mun meira en sól og strönd. Meðalhiti á ári, nálægt tuttugu gráðum, gríðarfallegt fjalllendi La Axarquía, sem og stórkostleg strandlengja þar sem skiptast á klettar og strendur, eru meðal þess sem lokkar og laðar.
Nerja á sér langa sögu sem sannast af hellamálverkum sem fundust í hellinum Cueva de Nerja, árið 1959. Sá fundur markaði upphaf nýs tímabils, en í kjölfarið kom mikil uppbygging í ferðamannaþjónustu sem hafði í för með sér framfarir og velmegun og breytti yfirbragði félagslífs í Nerja. Í bænum búa yfir 20.000 manns en þar af er þriðji hluti af erlendu bergi brotinn, meirihlutinn af breskum uppruna.
Strendur og klettavíkur Nerja eru fjöldamargar og bjóða uppá óviðjafnanlegt útsýni við 14 km strandlengjuna. Vinsælar gönguleiðir liggja um ólíkar slóðir; um fjöllin, gilin og ströndina og sú unun að fá að horfa á stórbrotið landslag á leiðinni er gulltryggð á þessum slóðum.
Eitt er það sem ekki má missa af og laðar bæði heimamenn og gesti, en það er matargerðin sem einkennir staðinn, með fjölbreyttu framboði af ferskum fiski og suðrænum ávöxtum.
Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.