Busot og Aigües de Busot eru tvö af heillandi þorpum sem finna má í hlíðum fjallanna sem rísa upp af ströndinni í Costa Blanca.
Busot er í hlíðum fjallsins Cabeço d’Or, umkringt gróðri og ræktun. Helsta aðdráttaraflið eru hinir frægu hellar Cuevas de Canalobre, sem mikill fjöldi ferðalanga heimsækir ár hvert, og nálægð við strendurnar í El Campello, sem eru aðeins í 10 km. fjarlægð. Gamli miðbærinn er aðall Aigües de Busot, en einnig er í þorpinu að finna framúrskarandi íbúðabyggðir sem aðallega samanstanda af einbýlishúsum, og mörgum þeirra með stórum görðum og sundlaugum. Í Busot og Aigües de Busot er að finna ævintýralega kosti fyrir fasteignakaupendur sem vilja njóta loftslagsins og lífsins við Miðjarðarhafið í friði frá skarkala strandarinnar. Skoðið fasteignaframboðið í Busot-Aigües de Busot.
Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.