Costa Blanca Norður, Marina Alta, Calpe
Þessi eign er ekki í boði
REF 4230110
Nútímaleg íbúðasamstæða, á eftirsóttum stað í Calpe, aðeins 100m frá ströndinni. Þessi borg, við norður Costa Blanca, hefur allt og meira til, fyrir daglegt líf, með miklu úrvali af matvöruverslunum, verslunum og veitingastöðum, auk úrvals útivistar en þar má meðal annars stunda siglingar, gönguferðir og golf. Nágrannaborgirnar Moraira og Benidorm bjóða upp á enn fjölbreyttari afþreyingu, eins og skemmtigarða, versluanamiðstöð og fallega smábátahöfn og siglingaklúbb í Moraira. AP7 hraðbrautin tengir staðinn við allt Costa Blanca svæðið, þar á meðal Alicante, með flugvellinum og lestarstöðinni en til Alicante má komast á innan við klukkustund.
Samstæðan mun samanstanda af tveimur háum turnum, með íbúðum á 17 hæðum og heilli hæð sem tileinkuð er heilsulind og líkamsræktarstöð. Íbúðir fáanlegar með 1, 2 eða 3 svefnherbergjum auk þakíbúða með 3 svefnherbergjum og þakverönd. Allar íbúðirnar hafa rúmgóða setustofu, borðstofu og eldhús og alrýmið opnast út á verönd með einstöku útsýni yfir Miðjarðarhafið og Ifach klettinn. Íbúðirnar eru byggðar með vönduðum efnum og frágangi og þeim fylgja loftkæling og innbyggðir fataskápar ásamt bílastæði með foruppsetningu fyrir hleðslustöð fyrir rafbíla.
Sameiginleg svæði eru stórbrotin, með úrvali af afþreyingu fyrir alla íbúa. Innistarfsemin er staðsett á 11. hæð og felur í sér líkamsræktarsal, gufubað, útsýnislaug og búningsklefa, auk svæðis til afslöppunar og útiverandar. Útisvæðið felur í sér púttvöll, petanque kúluspilsvöll, paddel-völl, leikvöll fyrir börn, svæði fyrir lautarferðir (með pergólu) og garðar eru um alla samstæðuna, auk tveggja stórra útisundlauga (einni fyrir sundferðir) með svæði fyrir sólstóla. Að auki er svæði til að leggja reiðhjólum og bílakjallari til staðar.Costa Blanca Norður, Marina Alta, Calpe
Calpe er, ásamt Denia, ein af megin borgunum á Norður Costa Blanca. Eitt af einkennum Calpe og táknrænt fyrir Costa Blanca er Peñón de Ifach, klettur sem teygir sig 332 m. upp til himins af ströndinni. Peñón de Ifach er heimili ýmissa fuglategunda og hefur verið þjóðgarður frá 1987.
Calpe er alsett gæðalegum ströndum og víkum sem þúsundir gesta hafa notið á síðustu árum. Ferðaiðnaðurinn hefur breytt þessari hafnarborg í eina af meginkjörnum búsetuferðaþjónustunnar á Costa Blanca. Það má sannreyna á ótrúlegu úrvali þjónustu og fasteigna við sjávarsíðuna. Fasteignakaupandinn hefur úr mörgu að velja, allt frá íbúðum að einstökum einbýlum. Skoðið fasteignirnar á Norður Costa Blanca
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum