Costa Blanca Suður, Bajo Vinalopó, Santa Pola, Gran Alacant
REF 3074724
Glæsilegur kjarni 170 íbúða með 2 eða 3 svefnherbergjum og útsýni yfir sjó í Gran Alacant. Beinn aðgangur er að ströndinni El Carabassi og kjarninn liggur mjög nálægt verslanasvæði. Borgirnar Alicante og Santa Pola eru í nokkurra mínútna akstursfjarlægð.
Kjarninn er byggður í halla og þannig hafa eignirnar stórar verandir, garða og fallegt útsýni yfir hafið. Sumar eignir hafa garða en aðrar stórar verandir og þakíbúðir eru búnar eigin þakveröndum. Öllum eignum fylgir bílskúrsrými þar sem lagt er fyrir hleðslu rafknúinna ökutækja ef fólk vill bæta því við. Hver eign hefur eigin geymslu að auki. Loftkæling/hitun fylgir öllum eignum.
Í sameiginlegu svæði er fullorðins- og barnasundlaug, nuddpottur, tæki til æfinga, hjólastæði, garðar og leiksvæði fyrir börn.
Costa Blanca Suður, Bajo Vinalopó, Santa Pola, Gran Alacant
Gran Alacant er samansafn íbúðabyggða sem eru á skaganum Cabo de Santa Pola, á milli lágra fjalla og strandarinnar Carabassí. Þetta er einn vinsælasti búsetuferðaþjónustustaðurinn á Costa Blanca síðust ár.
Sönnun þessara vinsælda er sú staðreynd að þar búa yfir 11 þúsund manns og að öll þjónusta í borginni er opin allt árið um kring, eins og skólar, heilsugæsla, verslanamiðstöðvar, pósthús, bankar og apótek. Borgin hefur því allt sem þarf til að auðvelda líf þeirra sem kjósa þennan fallega stað við Costa Blanca til að eiga heimili. Skoðið fasteignaframboðið við ströndina í Gran Alacant
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum