Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Algorfa, La Finca
REF 5388992
La Finca golfvöllurinn er gróðursæll staður með fallegu landslagi. Hverfið er í nágrenni strandanna við Orihuela Costa og alls þess sem þangað má sækja en um 15 mínútur tekur að aka þangað. Tilvalinn staður fyrir þá sem vilja dvelja langdvölum á Spáni, í rólegheitum en skammt frá öllu sem hugurinn girnist.
Á La Finca er 5 stjörnu hótel með spa og svæði til íþróttaiðkana. Þar er ennfremur stórt klúbbhús og veitingastaðir og verslanir. Niður í þorpið Algorfa er góð göngu/hjólaleið gegnum appelsínuakrana.
Í kjarnanum eru mismunandi gerðir eigna í boði; íbúðir með 2 svefnherbergjum, á jarðhæð með garði, eða á efstu hæð með þakverönd og raðhús með 3 svefnherbergjum og garði. Allar eignir eru með nútímalegri hönnun með opinni stofu og stórum veröndum.
Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Algorfa, La Finca
La Finca er afmörkuð íbúabyggð sem teygir sig utan um samnefndan golfvöll, La Finca Golf. Hér er að finna fyrsta flokks þjónustu eins og fimm stjörnu hótel, stórt klúbbhús, golfskóla, íþróttavöll og verslanasvæði með veitingastöðum og annarri þjónustu.
Fasteignirnar við La Finca Golf eiga sameiginlegt rólegt umhverfið og fallegt útsýni yfir dalinn. Í aðeins um 2 km. fjarlægð frá miðbæ Algorfa og allri nauðsynlegri þjónustu, og í 15 mín. fjarlægð frá ströndum Guardamar. Fullkominn staður fyrir þá sem leita eftir fasteign í nálægð við ströndina, langt frá skarkala en þó stutt í allt. Hér má sjá fasteignaframboðið við La Finca Golf.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum