Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Guardamar
REF 4744132
Nútímalegur kjarni í El Raso, íbúðarhverfi í Guardamar del Segura. Stórbrotnar strendur Guardamar eru einungis í nokkurra mínútna fjarlægð frá kjarnanum og býður svæðið upp á úrval af þjónustu af öllu tagi, s.s. veitingastaði, bari, matvörubúðir sem og afþreyingu og útivist. Kjarninn er stutt frá La Mata náttúrugarðinum sem er kjörinn fyrir göngur og hjólaferðir. Fjöldinn allur af golfvöllum eru í innan við 30 mínútna fjarlægð, s.s. La Marquesa Golf, La Finca Golf, Villamartín Golf, og Las Colinas Golf. Hverfið er vel tengt vegakerfinu en það tekur um 20 mínútur að aka til Torrevieja og um 40 mínútur til Alicante og á flugvöllinn.
Kjarninn býður upp á þrjár týpur af íbúðum sem allar snúa í suður og eru ýmist 2ja eða 3ja herbergja og með 2 baðherbergjum; jarðhæð með garði, miðhæð með stórri verönd og þakíbúðir með sólstofu. Allar íbúðirnar eru með eldhús, stofu og borðstofu í opnu rými sem opnast út á verönd með útsýni. Hjónaherbergin eru með eigið baðherbergi og í sumum íbúðunum er svalahurð sem opnast út á verönd frá hjóanherbergi.
Kjarninn er með fjölda sameiginlegra rýma, falleg græn svæði, sundlaug, leikvöll, paddle-völl ásamt líkamsrækt og gufubaði. Hverri íbúð fylgir bílastæði og möguleiki er á að kaupa geymslu aukalega. Þakíbúðunum fylgir útieldhús, útisturta og heitur pottur.
Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Guardamar
Guardamar er einn af helstu ferðamannastöðunum við Suður Costa Blanca, ásamt Orihuela Costa, Torrevieja og Santa Pola.
Guardamar hefur 11 km. langa mishæðótta strönd og þar má njóta átta breiðra, gullinna stranda. Þar á meðal eru nektarströndin Los Tusales og hin fallega Pinada, við hlið hreyfanlegu sandhólana sem liggja meðfram sjávarsíðunni í Guardamar. Fasteignir sem í boði eru í Guardamar eru á breiðu verðbili. Sérstakt úrval er að finna í fasteignum við ströndina, með ótrúlegu sjávarútsýni og fyrsta flokk gæðum. Hér má sjá fasteignirnar við ströndina í Guardamar
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum