Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Orihuela Costa, Villamartin
REF 4500654
Kjarni húsa í Villamartín, við suður Costa Blanca. Mjög nálægt Villamartín golfvellinum sem og Villamartín Plaza, með úrvali af börum og veitingastöðum. Hin vinsæla Zenia Boulevard verslunarmiðstöð er í stuttri akstursfjarlægð frá kjarnanum en stórkostlegar strendur Playa Flamenca og La Zenia eru í aðeins 15 mínútna akstursfjarlægð.
Húsin eru hönnuð með Miðjarðarhafsstíl og hafa sameiginlegt svæði með stórri sundlaug og svæði til afslöppunar, sem allir íbúar geta notið. Kjarninn samanstendur af einbýlishúsum á tveimur hæðum, með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum og velja má um 1 eða 2 svefnherbergi á jarðhæð og parhúsum á tveimur hæðum, með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Allar eignirnar bjóða upp á rúmgóða og bjarta setustofu, borðkrók og eldhús, með beinum útgangi út á suðurverönd og garð með einkasundlaug. Sumar eignir hafa malbikað bílastæði á lóðinni, allt eftir gerð.
Húsin eru hönnuð með hlutlausum og hlýjum efnum, svo sem náttúrulegum steini á framhlið. Velja má um ýmislegt við frágang innandyra. Eignirnar eru afhentar tilbúinar til uppsetningar á loftkælingu, þeim fylgja fataskápar, eignirnar eru afhentar með þjófavarnarkerfi, snjallheimiliskerfi og frágengnum garði með einkasundlaug.
Miðað við staðsetningu, hönnun og verð, er hér um að ræða framúrskarandi kost.
Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Orihuela Costa, Villamartin
Villamartín er íbúðahverfi við Orihuela Costa, byggt við golfvöllinn Villamartín. Völlinn hannaði P. Puttman og var hann vígður árið 1972. Mikil gróðursæld er við völlinn eftir öll þessi ár.
Fyrir þá sem vilja njóta lífsins í aðeins 5 km fjarlægð frá ströndinni, er Villamartín góður kostur, enda næg þjónusta í hverfinu.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum