Costa Blanca Suður, Vega Baja (Interior), Daya Nueva
Þessi eign er ekki í boði
REF 3064706
Nýr kjarni raðhúsa í Daya Nueva, spænskum bæ sem umkringdur er appelsínuökrum og staðsettur við suður Costa Blanca. Öll nauðsynleg þjónusta er í næsta nágrenni og fallegar strendur Guardamar eru í aðeins 10 mínútna fjarlægð með bíl.
Húsin eru á tveimur hæðum og byggð á lóðum frá 163m2 að stærð, með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Björt og opin stofa, borðstofa og eldhús. Stórir gluggar eru í stofunni og opnast útá verönd og sundlaugarsvæði. Á jarðhæð er svefnherbergi með baðherbergi og á efri hæð eru 2 rúmgóð svefnherbergi og baðherbergi. Hjónaherbergi opnast útá 18m2 verönd, með útsýni yfir laugina.
Sundlaug, garður og bílastæði fylgja hverri eign.
Costa Blanca Suður, Vega Baja (Interior), Daya Nueva
Daya Vieja og Daya Nueva eru tveir litlir nágrannabæir staðsettir í hjarta Vega Baja svæðisins. Svæðið einkennist af landbúnaði, sérstaklega ræktun á þistilhjörtum og kartöflum.
Undanfarin ár hafa bæirnir tekið miklum breytingum þökk sé byggingu á fasteignum sem ætlaðar eru ferðamönnum en framboðið einkennist af einbýlishúsum á mjög góðu verði þar sem rólegt umhverfi, umkringt náttúru einkennir næsta nágrenni. Aðeins 10 km eru að ströndum Guardamar og bæirnir eru einnig mjög nálægt helstu ferðamannastöðum í nágrenninu, svo sem Santa Pola, Torrevieja eða Orihuela Costa.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum