Costa Blanca Suður, Vega Baja (Interior), Dolores
Þessi eign er ekki í boði
REF 4706129
Í boði eru glæsileg einbýli á tveimur hæðum með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Neðri hæðin samanstendur af opnu, björtu rými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Stórir gluggar í stofu opnast út á nokkrar verandir og að sundlauginni. Ein verönd er með opnum laufskála og því kjörin til að borða úti undir beru lofti. Á neðri hæðinni er einnig stórt svefnherbergi og baðherbergi. Tvö svefnherbergi, baðherbergi og svalir eru á efri hæðinni. Mögulegt er að breyta uppröðun á efri hæðinni eftir því á hvaða byggingastigi húsið er, svo hægt er að sleppa svefnherbergi og stækka baðherbergið eða svalirnar.
Húsin eru byggð úr fyrsta flokks efni, með uppsettu loftræstikerfi um stokk, sólarrafhlöðum, rafknúnum gluggatjöldum, innbyggðum skápum, ytri og innri lýsingu, einkasundlaug og bílastæði innan lóðar.
Costa Blanca Suður, Vega Baja (Interior), Dolores
Dolores er bær inni í landi við suður Costa Blanca, í um 20 km. fjarlægð frá ströndu. Þar er að finna dæmigerða Miðjarðarhafssveit, með víðáttumiklum appelsínu - og sítrónuökrum.
Fyrir þá sem kjósa ró og frið, hlýja vetur og rúmgóðar fasteignir á góðu verði, er Dolores mjög góður kostur. Þar er að finna áhugaverðar nýbyggingar, nútímaleg einbýli í gæðaflokki á samkeppnishæfum verðum. Hikið ekki og skoðið fasteignirnar í Dolores
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum