Íbúð með garði og einkasundlaug, innan við 350m frá ströndinni í San Juan de los Terreros

Costa Cálida, Costa Murcia Sur, San Juan de los Terreros

frá 45,895,500 kr
frá 315.000€

2

2

176.40 m2

281.95 m2

Beiðni um upplýsingar um þessa eign

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Merkja sem uppáhalds   |       

REF 5520396

Einstakur kjarni, 350m frá ströndinni á hinu vinsæla Mar de Pulpi svæði í San Juan de los Terreros. Þetta svæði liggur á milli héraðanna Almeria og Murcia, með fallegum ströndum og víkum, sérstaklega gott fyrir köfun. Kjarninn er mjög nálægt verslunarsvæði, með matvörubúð, verslunum, börum og veitingastöðum. Svæðið er einnig vel þekkt fyrir fjölbreytta íþrótta- og tómstundaiðkun, eins og golf, hjólreiðar, gönguferðir, siglingar og köfun. Vegakerfið gerir það fljótt og auðvelt að komast til annarra bæja á svæðinu, eins og aðalbænum San Juan de los Terreros og Águilas, en AP7 og A7 hraðbrautirnar tengja svæðið við borgirnar Almeria, Murcia og Alicante, með ferðatíma sem er um 1 - 2 klst.

Þessi kjarni við ströndina samanstendur af einbýlishúsum með 3 svefnherbergjum og íbúðum með 2 svefnherbergjum. Kjarninn er í nútímalegum stíl með skörpum hvítum framhliðum ásamt efnisvali eins og náttúrusteini og viði. Sameignin inniheldur stóra sundlaug í strandstíl, með sólbaðssvæði, sem og vellíðunarsvæði með upphituðum nuddpotti og gufubaði. Kjarninn er algjörlega lokaður, sem tryggir íbúum öryggi og næði.

Einbýlishúsin eru á tveimur hæðum, með 3 svefnherbergjum sem er hvert með sitt baðherbergi inn af. Jarðhæðin býður upp á rúmgóða opna setustofu og borðkrók, með L-laga amerísku eldhúsi með útsýni yfir veröndina. Stórir gluggar í setustofunni opnast út á yfirbyggða verönd og garðinn. Það er líka hjónaherbergi með sérbaðherbergi og gestasalerni á þessari hæð líka. Hin 2 svefnherbergin eru á annarri hæð, bæði með sér baðherbergi og lítilli verönd.

Íbúðirnar eru fáanlegar í tveimur gerðum: jarðhæðir með garði og einkasundlaug; eða efstu hæð með þakverönd og nuddpotti. Báðar gerðirnar eru með stórri stofu sem sameinar setustofu, borðkrók og amerískt eldhús. Þar eru svefnherbergi, hvort með baðherbergi inn af, og gestasalerni með þvottaaðstöðu. Stóru gluggarnir í setustofunni og bæði svefnherbergin opnast út á rúmgóða yfirbyggða verönd. Veröndin, í íbúðunum á jarðhæð, nær inn í garð með einkasundlaug. En veröndin, á íbúðunum sem eru með þakverönd eru með ytri stiga sem leiðir að þakinu en hún er með nuddpotti, þar sem einnig er hægt að njóta sjávarútsýnisins.

Allar eignirnar verða með heit/kalda loftkælingu, rafmagnsgólfhitun á baðherbergjum, rafmagnsgardínur, innbyggða fataskápa, foruppsetningu fyrir sólarrafhlöður og einkabílskúr neðanjarðar, með sjálfvirkri hurð og foruppsetningu fyrir rafhleðslustöð. Innangengt er með sérstiga sem leiðir að bílakjallaranum.

See more...

  • einkasundlaug
  • verönd
  • eigin garður
  • bílageymsla í kjallara
Más información

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Staðsetning

Costa Cálida, Costa Murcia Sur, San Juan de los Terreros

Strandbærinn San Juan de los Terreros tilheyrir Pulpí í Almeríu, sem liggur að Murcia-héraði. Bærinn er þekktur fyrir fallegar strendur og tvær eldfjallaeyjur útaf ströndinni eða Isla de Terreros-Isla Negra Natural.

Á undanförnum árum hefur ferðamennska á svæðinu aukist, þökk sé ströndunum og uppbyggingu þjónustu í kring. Tilvalin staðsetning fyrir íþróttaáhugamenn, sérstaklega þá sem unna vatnaíþróttum. Milt Miðjarðarhafsloftslagið býður uppá að hægt sé að stunda þær allan ársins hring.

  • 75 km
  • 12 km
  • 12 km
  • 0 km
  • 23 km
  • 3 km

Nánari upplýsingar um San Juan de los Terreros

Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?

Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum

Skoðunarferðir

Hafa samband