Einbýlishús á einni hæð með 2 svefnherbergjum, þakverönd og sundlaug í Torre Pacheco

Costa Cálida, Mar Menor, Torre Pacheco

frá 42,028,000 kr
frá 280.000€

2

2

71.61 m2

192.00 m2

Beiðni um upplýsingar um þessa eign

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Merkja sem uppáhalds   |       

REF 5026186

Nýr kjarni einbýlishúsa í Torre Pacheco í Murcia. Bærinn er eingöngu í 15 mínútna akstursfjarlægð frá strandbænum Los Alcázares og fallegu ströndum Mar Menor. Kjarinn er nálægt Torre Pacheco golfvellinum en á svæðinu er mikið úrval golfvalla auk hjóla- og gönguleiða. Flugvöllurinn í Murcia er í um 25 mínútna fjarlægð frá kjarnanum og flugvöllurinn í Alicante er í um klukkustundarfjarlægð.

Nútímaleg einbýlishús á einni hæð með rúmgóðri þakverönd, byggð á lóðum sem eru 192-296 m2. Húsin eru fáanleg með 2, 3 eða 4 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Stofan, borðstofan og eldhúsið eru í einu opnu rými og er eldhúsið með morgunverðarborði. Stórir gluggarnir opnast út á verönd en þar er pergóla og sundlaugin. Rúmgóð þakveröndin er aðgengileg með stiga sem er utanhúss en þar er útieldhús sem gerir hana kjörna til að njóta sumarkvöldanna með ættingjum og vinum.

Húsin eru byggð úr úrvals byggingarefum og þeim fylgir tengi fyrir loftkælingu, fullbúið eldhús, LED lýsing í stofu, eldhúsi og baðherbergjum auk LED lýsingar í garðinum og á þakveröndinni, útieldhús, flísalagður garður, sundlaug og útisturta, auk bílastæðis.

Með tilliti til staðsetningar, verðs og þess sem fylgir eru þessi hús gott fjárfestingartækifæri hvort sem um er að ræða orlofsbústað eða sem heimili.
See more...

  • einkasundlaug
  • eigin garður
  • einkabílastæði
  • þakverönd
Más información

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Staðsetning

Costa Cálida, Mar Menor, Torre Pacheco

Torre Pacheco tilheyrir Murcia og liggur skammt frá bænum Los Alcázares við Mar Menor. Svæðið er þekkt fyrir áberandi vindmyllur og úrval golfvalla en bærinn sjálfur býður upp á gott úrval af daglegri þjónustu, börum og veitingastöðum ásamt heilsugæslu og tveimur skólum og er þannig kjörinn kostur fyrir búsetu allt árið um kring.

Þótt um sé að ræða svæði inni í landi eru strendur Mar Menor í aðeins 15 mínútna akstursfjarlægð, þar sem margar vatnaíþróttir eru í boði, svo sem köfun, snorkl og siglingar. Medland býður uppá fjölbreytt úrval fasteigna í Torre Pacheco, allt frá íbúðum til einbýlishúsa, sem staðsettar eru nálægt daglegri þjónustu, ýmsum golfvöllum og í stuttri akstursfjarlægð frá ströndinni.

  • 24 km
  • 26 km
  • 15 km
  • 10 km
  • 31 km
  • 29 km

Nánari upplýsingar um Torre Pacheco

Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?

Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum

Skoðunarferðir

Hafa samband
NOTKUN Á KÖKUM
Við notum okkar vefkökur til að bæta reynslu þína og þjónustuna okkar. Haldirðu áfram að fletta, tökum við því sem samþykki á notkun okkar á kökum. Þú getur fengið nánari upplýsingar um Reglur um notkun á vefkökum.