Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Fuengirola
Þessi eign er ekki í boði
REF 3893716
Nýr íbúðakjarni, 100 metra frá sjónum á glæsilegu svæði í Fuengirola. Svæði sem hefur alla þjónustu og stutt er í göngugötuna við sjóinn, smábátahöfnina og alla þá afþreyingu sem borgin býður upp á. Fyrir golfunnendur eru 3 stórkostlegir vellir innan við 8 km radíusar. Auk þess hefur Fuengirola lestartengingu til Malaga og flugvallarins.
Kjarninn býður upp á lúxus 1, 2ja og 3ja svefnherbergja íbúðir, allar með opinni stofu og stórum veröndum. Kjarninn sker sig úr fyrir glæsilega sameiginlega aðstöðu, með stórri útisundlaug fyrir fullorðna og börn, innisundlaug, líkamsræktarstöð, vinnustofu, gastrobar, kvikmyndahúsi og heilsulind með gufubaði og tyrknesku gufubaði.
Öllum eignum fylgir uppsetning fyrir snjallkerfi, eldhústæki, uppsetning fyrir loftkælingu og bílastæði með foruppsetningu fyrir heðslustöð fyrir rafbíla. Með þakíbúðunum fylgja tvö bílastæði og geymsla. Fyrir aukakostnað er hægt að kaupa auka bílskúr og geymslu.
Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Fuengirola
Fuengirola er borg sem angar af Andalúsíu og býður uppá víðfeðma strandlengju sem skreytt er stórkostlegum ströndum. Þessi borg í Málaga héraði hefur um langt skeið verið eftirsóttur ferðamannastaður og býður uppá fjölbreytt úrval þjónustu og innviða, svo sem golfvelli, hestabúgarða, skemmtigarða, hótel og veitingastaði, svo ekki sé minnst á menningarhefðir og hátíðir. Menningarlegir viðburðir í Fuengirola, ásamt vinsælum hátíðahöldum, teygja sig yfir árið eins og það leggur sig og endurspegla opið og alúðlegt viðmót innfæddra.
Íbúafjöldi í borginni er um 80.000 manns, sem gerir hana að fimmta fjölmennasta sveitarfélagi Málaga, á eftir höfuðborginni sjálfri, Marbella, Vélez-Málaga og Mijas.
Fuengirola var stofnuð af Föníkumönnum og um hana fóru Rómverjar, Býsantíumenn, Vestgotar og Múslímar ásamt öðrum þjóðum, þar til hún var opinberlega innlimuð í konungsríki Kastilíu, árið 1485. Í dag er Fuengirola mikilvægur ferðamannastaður sem hýsir um 250.000 manns yfir sumartímann og hagkerfi borgarinnar veltur á ferðamannaþjónustu.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum