Cumbre del Sol

Cumbre del Sol tilheyrir bæjarfélaginu Benitachell, sem liggur milli tveggja vel þekktra bæja, Jávea og Moraira, og er í aðeins 12 km fjarlægð frá Calpe, 10 km frá AP7 hraðbrautinni, 30 km frá Benidorm, 75 km frá Alicante og 102 km frá Valencia.

Lestu meira

Magnaðir klettar, sem sumir eru yfir 100 metra háir bjóða íbúum svæðisins uppá stórkostlegt útsýni yfir hafið frá nokkrum útsýnisstöðum umkringdum vernduðum svæðum eins og þjóðgarðinum Natural Park of Granadella, þar sem ganga má í hæðunum yfir klettana og skoða hellana

Strandlengjan við Benitachell er tilvalin fyrir þá sem hafa gaman af köfun og öðrum vatnaíþróttum. Frá Cumbre del Sol er beinn aðgangur að þremur fallegustu klettavíkum héraðsins, Cala Moraig, Cala de Los Testos, og Cala del Llebeig.

Nálægð svæðisins við bæina Jávea og Moraira gerir það að tilvöldum stað fyrir þá sem leita að eign við Costa Blanca í gríðarfallegri náttúru þar sem að auki má finna góða þjónustu. Cumbre del Sol er þannig einstök staðsetning.

Svæðið teygir sig eftir strandlengjunni um 3.700.000 m2, og skiptist í nokkur íbúðahverfi með einbýlum, raðhúsum og íbúðum sem öll eru umkringd gróðursælum reitum og Miðjarðarhafið er skammt undan.

Í Cumbre del Sol er öll nauðsynleg þjónusta í boði, allt árið um kring: Stór matvöruverslun, veitingastaðir, barir, bankar, apótek, heilsugæsla, þjónustufyrirtæki og hinn virti alþjóðlegi skóli Lady Elizabeth School, þar sem boðið er uppá menntun sem viðurkennd er á Spáni og í Bretlandi.

Cumbre del Sol býður íbúum sínum uppá gott úrval þegar kemur að íþróttaiðkun en þar má telja tennis, paddle tennis, hestamennsku, dýfingar og gönguleiðir.

Stutt frá Cumbre del Sol, má að auki finna úrval veitingastaða - sem sumir eru prýddir Michelin stjörnu, golfvelli og tennisvelli. Alþjóðlegir ferðamannastaðir, eins og bæirnir Jávea, Moraira, Calpe, og Altea eru ennfremur skammt undan en þetta gerir Cumbre del Sol að fullkomnum stað til dvalar allt árið um kring.

Listi yfir fasteignir í Cumbre del Sol

Sjá allar fasteignir við Cumbre del Sol

Valdar eignir

Fasteign á Spáni ­fríir bæklingar

Fáðu fría bæklinga!

Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.

Sæktu um núna
  +354 616 0510   Fá aðstoð