Costa Blanca Norður, Marina Alta, Cumbre del Sol
REF 2688369
Einbýlishúsabyggð á frábæru svæði Cumbre del Sol í Benitachell, milli bæjanna Javea og Moraira. Fyrir þá sem leita að stórbrotnu útsýni yfir hafið, eru þessar eignir eitt besta valið á allri Costa Blanca ströndinni. Byggðin hefur sína eigin strönd; El Moraig ströndina, golfvellir eru í næsta nágrenni og gott úrval þjónustu er innan byggðarinnar sjálfrar, svo sem matvöruverslun, apótek, veitingastaðir og meira að segja alþjóðlegur skóli.
Kjarninn samanstendur af einbýlishúsum sem byggð eru á 800-1150m2 lóðum en hægt er að velja milli mismunandi húsa; einbýlishúsa á einni hæð með 3 svefnherbergjum auk ókláraðs kjallara, eða tveggja hæða einbýlishúsa með 4 svefnherbergjum.
Öll húsin snúa í suðausturátt og eru með einkasundlaug og frá þeim er stórkostlegt útsýni yfir hafið. See more...
Costa Blanca Norður, Marina Alta, Cumbre del Sol
Cumbre del Sol tilheyrir bæjarfélaginu Benitachell, sem liggur milli tveggja vel þekktra bæja, Jávea og Moraira, og er í aðeins 12 km fjarlægð frá Calpe, 10 km frá AP7 hraðbrautinni, 30 km frá Benidorm, 75 km frá Alicante og 102 km frá Valencia.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum