TILBÚIÐ TIL AFHENDINGAR! Einbýli með kjallara, einkasundlaug og frábæru útsýni yfir sjóinn í Altea

Costa Blanca Norður, Marina Baja, Altea

frá 76,161,000 kr
frá 479.000€

3

2

146.90 m2

253.31 m2

Beiðni um upplýsingar um þessa eign

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Merkja sem uppáhalds   |       

REF 2626401

Hverfið er á besta stað í Altea Hills, með frábæru útsýni yfir Miðjarðarhafið. Bærinn Altea býður uppá fjölbreytt úrval daglegrar þjónustu og er aðeins í stuttri akstursfjarlægð frá húsunum. Á svæðinu er ýmis afþreying í boði, svo sem golf, siglingar, tennis og SPA aðstaða. Friðsælt svæði þar sem njóta má náttúrulegs umhverfis, með bæinn sjálfan rétt hjá.

Húsin eru byggð á tveimur hæðum, með 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum og kjallara. Jarðhæðin samanstendur af rúmgóðri stofu, borðstofu og eldhúsi, en alrýmið opnast út á verönd og BBQ svæði, þar sem njóta má stórbrotins útsýnis yfir hafið. Gestasalerni og þvottahús eru ennfremur á jarðhæðinni. Öll 3 svefnherbergin og baðherbergin (annað þeirra en-suite) eru á efri hæð. Hægt er að nota kjallarann fyrir líkamsræktaraðstöðu, skrifstofu eða annað.

Húsin eru tilbúin til afhendingar og þeim fylgir loftkæling/hitun, innbyggðir fataskápar, garður, einkasundlaug og bílastæði á lóð, ásamt vöktun á svæðinu allan sólarhringinn.
See more...

  • einkasundlaug
  • verönd
  • eigin garður
  • einkabílastæði
Más información

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Staðsetning

Costa Blanca Norður, Marina Baja, Altea

Altea er af mörgum talin fegursta borgin á Costa Blanca.

Gamli miðbærinn með sínum þröngu og bröttu götum, hvítu húsum og sinni víðfrægu bláu kirkjuhvelfingu, gefa staðnum töfrum gætt yfirbragð og sjarma. Bóhemískt andrúmsloftið í Altea hefur dregið að listamenn sem leita eftir fegurð og einstakri birtu við Miðjarðarhafið. Við sjávarröndina í neðri hluta bæjarins er strandgata, höfnin og siglingaklúbbur. Á þessu svæði er að finna úrval nýbygginga, sér í lagi íbúðir mjög nálægt ströndinni. Í 5 km. fjarlægð frá miðbænum er Altea Hills, lúxus íbúðasvæði þar sem finna má fimm stjörnu hótel og golfvöll. Hér er að finna einstakt úrval fasteigna, með áherslu á lúxusíbúðir og einbýli. Skoðið fasteignirnar á ströndinni við Altea.

  • 64 km
  • 65 km
  • 62 km
  • 19 km

Nánari upplýsingar um Altea

Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?

Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum

Skoðunarferðir

Hafa samband
NOTKUN Á KÖKUM
Við notum okkar vefkökur til að bæta reynslu þína og þjónustuna okkar. Haldirðu áfram að fletta, tökum við því sem samþykki á notkun okkar á kökum. Þú getur fengið nánari upplýsingar um Reglur um notkun á vefkökum.