Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Guardamar
Þessi eign er ekki í boði
REF 3066610
Nýr íbúðakjarni, aðeins 500 m frá fallegum ströndum Guardamar. Yndislegur bær við suður Costa Blanca, þar sem allar daglegar nauðsynjar má finna í göngufæri eða hjólafæri. Svæðið er tengt Alicante, Santa Pola, Torrevieja og Orihuela Costa með þjóðvegi og Alicante flugvöllur er aðeins í 30 mínútna fjarlægð. Kjarninn samanstendur af íbúðum með 2 svefnherbergjum, íbúðum á tveimur hæðum, með 3-4 svefnherbergjum og einbýlishúsum með 4-6 svefnherbergjum. Allar eignirnar eru klárar fyrir uppsetningu á loftkælingu/hitun, þeim fylgja eldhústæki og fataskápar í svefnherbergjum og fataherbergi og einkabaðherbergi í hjónaherbergi. Allar íbúðirnar búa að eigin bílastæði í bílakjallaranum en einbýlishúsum fylgir tvöfaldur bílskúr. Sameiginlegt svæði stendur öllum íbúum til boða og samanstendur af sundlaug, útivistarsvæði og leiksvæði fyrir börn. Einbýlishúsin eru staðsett í fjarlægð frá sameiginlega svæðinu, og velja má um tvær gerðir húsa; einbýlishús á tveimur hæðum með þakverönd; eða einbýlishús á þremur hæðum, með þakverönd, kjallara og einkalyftu. Hús á tveimur hæðum, hefur rúmgóða opna stofu, eldhús og borðstofu á jarðhæð, með aðgangi að stórri verönd. 4 svefnherbergi og 3 baðherbergi (tvö en-suite) og tvöfaldur bílskúr, eru á hæðinni fyrir neðan. Það fer eftir byggingarstigi hvort velja má um sundlaug í garðinn eða á þakveröndina. Hús á þremur hæðum, er með opnu eldhúsi og borðstofu á jarðhæð, með aðgangi að stórri verönd. Rúmgóð stofa er á hæðinni fyrir ofan, sem opnast út á aðra stóra verönd og sundlaugarsvæði. Hægt er að nálgast þakveröndina af þessari verönd. 4 svefnherbergi og 3 baðherbergi (tvö en-suite) eru staðsett á neðstu hæð. Kjallarinn samanstendur af tvöföldum bílskúr og tveimur auka herbergjum, sem hægt er að nota sem svefnherbergi.
Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Guardamar
Guardamar er einn af helstu ferðamannastöðunum við Suður Costa Blanca, ásamt Orihuela Costa, Torrevieja og Santa Pola.
Guardamar hefur 11 km. langa mishæðótta strönd og þar má njóta átta breiðra, gullinna stranda. Þar á meðal eru nektarströndin Los Tusales og hin fallega Pinada, við hlið hreyfanlegu sandhólana sem liggja meðfram sjávarsíðunni í Guardamar. Fasteignir sem í boði eru í Guardamar eru á breiðu verðbili. Sérstakt úrval er að finna í fasteignum við ströndina, með ótrúlegu sjávarútsýni og fyrsta flokk gæðum. Hér má sjá fasteignirnar við ströndina í Guardamar
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum