Íbúð með stórri verönd í Playa Flamenca, Orihuela Costa

Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Orihuela Costa, Playa Flamenca

frá 54,402,700 kr
frá 361.000€

2

2

80.00 m2

Beiðni um upplýsingar um þessa eign

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Merkja sem uppáhalds   |       

REF 3064416

Glæsilegur íbúðakjarni aðeins 650 metra frá ströndinni í Playa Flamenca, í 8 mínútna göngufjarlægð frá Zenia Boulevard verslunarmiðstöðinni og með fjóra golfvelli innan 10 km radíusar.

Kjarninn er skipulagður eins og lítill bær með grænum svæðum og rýmum til afþreyingar. Sameiginlegt svæði mælist 17.000 m2 og hefur þannig stóra garða, gönguleiðir, hjólastíga, nokkrar sundlaugar, nuddpotta, leiksvæði fyrir börn, líkamsræktaraðstöðu og fleira. Yfir 500 íbúðir eru í kjarnanum og skiptast milli nokkurra bygginga. Í boði eru eignir með 2 og 3 svefnherbergjum, mismunandi skipulagðar en allar eignir hafa stóra verönd og útsýni yfir sundlaug eða garð. Jarðhæðaríbúðir hafa eigin garð og íbúðir á efstu hæð, eigin þakverönd. Öllum íbúðum fylgir bílastæði, ýmist í bílakjallara eða innan kjarnans en undir beru lofti.

See more...

  • verönd
  • sameiginleg sundlaug
  • sameiginlegur garður
  • sameiginleg bílastæði
Más información

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Staðsetning

Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Orihuela Costa, Playa Flamenca

Íbúðabyggðin í Playa Flamenca nýtur góðs af fallegri strandgötu sem liggur eftir endilangri sjávarsíðunni og að þekktustu baðströndunum tveimur, La Mosca og Cala Las Estacas. Byggðin er við hlið Punta Prima og til suðurs er La Zenia.

Í þéttbýliskjarnanum Playa Flamenca er að finna margskonar þjónustu, sérstaklega kvöldskemmtanir, og mjög mikið úrval fasteigna. Þar eru aðallega íbúðir og raðhús með stórum sameiginlegum svæðum, þótt einnig sé þar að finna einbýli með einkasundlaugum. Skoðið fasteignaframboð okkar við ströndina

  • 42 km
  • 4 km
  • 25 km
  • 1 km
  • 4 km
  • 3 km

Nánari upplýsingar um Playa Flamenca

Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?

Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum

Skoðunarferðir

Hafa samband