Costa Cálida, Mar Menor, San Javier - Santiago
REF 4944143
Kjarni raðhúsa, 150m frá ströndinni í Santiago de la Ribera á Costa Cálida. Svæðið býður upp á góða þjónustu og afþreyingu, sem flest er í göngufjarlægð, s.s. matvöruverslanir, bari og veitingastaði. Mikið úrval afþreyinga og útivistar er á svæðinu, og 3 golfvellir eru stutt frá og strendur Mar Menor þar sem hægt er að stunda hin ýmsu vatnasport. Kjarninn er stutt frá Dos Mares verslunarmiðstöðinni og í um 20 mínútna fjarlægð frá Zenia Boulevard verslunarmiðstöðinni. Kjarninn er vel tengdur vegakerfinu með AP7 hraðbrautinni sem gerir það að verkum að auðvelt er að komast til Orihuela Costa á um 10 mínútum, til Torrevieja á 20 mínútum og til flugvallanna í Alicante og Murcia á um 35-50 mínútum. Kjörin staðsetning fyrir orlofshús jafnt sem varanlegt heimili.
Kjarninn býður upp á raðhús með 3 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum, á 2 hæðum auk þakverandar. Jarðhæðin er með opið skipulag og opnast stofan og borðstofan út á verönd þar sem sundlaugin og garðurinn er. Á hæðinni er einnig svefnherbergi og baðherbergi. Hin 2 svefnherbergin eru á 2. hæð, annað þeirra með baðherbergi inn af, og bæði herbergin eru með sér svalir. Innangengt er upp stiga sem leiðir upp á þakveröndina sem er kjörin til að njóta loftlagsins við Miðjarðarhafið.
Öllum húsunum fylgja 5m x 2,4m sundlaug og eitt eða tvö bílastæði.
Costa Cálida, Mar Menor, San Javier - Santiago
San Javier er bær við Costa de Murcia en honum tilheyra 23 km af strönd við Mar Menor og 16 km við Miðjarðarhafið.
Auk bæjarkjarna San Javier, má þarna finna aðra bæi, eins og Santiago de La Ribera og La Manga del Mar Menor. Santiago de la Ribera býr að 4 km strönd þar sem Castillico, Barnuevo og Colón, standa uppúr enda merktar gæðastimpli ferðaþjónustunnar. Þjónusta er almennt góð á svæðinu en nefna má flugvöllinn í Murcia og sportbátaklúbbinn sem býður upp á fjölmargar vatnaíþróttir árið um kring.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum