Costa del Sol, Málaga
Þessi eign er ekki í boði
REF 4324363
Nútímaleg íbúðasamstæða í Málaga, í ört vaxandi íbúðahverfi, með stórum garðsvæðum (yfir 20.000m2). Svæðið býður upp á fjölbreytta þjónustu, eins og matvöruverslun, skóla fyrir alla aldurshópa, íþróttamannvirki o.fl. Byggingin er nálægt sögulega miðbænum og hinni frægu Calle Larios, sem hægt er að ná á 20 mínútum.
Nútímalegar íbúðir með 1, 2 og 3 svefnherbergjum og stórum innri rýmum. Samstæðan samanstendur af tveimur háhýsum, hver með þremur „vængjum“, sem tryggir að íbúðirnar njóta tilkomumikils útsýnis. Gæðafrágangur er á eignunum og valmöguleikar í boði, en velja má um gólfefni, eldhúsinnréttingu og liti á baðherbergjum, sem dæmi. Allar íbúðirnar eru afhentar með eldhústækjum, loftkælingu, geymslu og bílastæði.
Í samstæðunni er stórkostleg sameiginleg aðstaða, þar á meðal leikherbergi, líkamsræktarstöð, vinnurými og kvikmyndasalur. Hver bygging er með sundlaug á þakinu, umkringd sólarverönd, og þar er stórkostlegt útsýni yfir borgina Málaga.Costa del Sol, Málaga
Málaga borg, höfuðborg samnefnds héraðs, er staðsett við vesturhluta Miðjarðarhafsins á suðurströnd Spánar, í um 100km fjarlægð frá Gíbraltarsundi. Íbúafjöldi borgarinnar er um 580.000 og hún þannig önnur fjölmennasta borg Andalúsíu og sjötta í röðinni yfir Spán í heild sinni. Borgin var stofnuð af Föníkumönnum á áttundu öld fyrir Krist, sem gerir hana enn fremur að einni elstu borg Evrópu.
Fyrir utan sólríkar strendur, býr þessi borg við rætur Miðjarðarhafsins að mjög áhugaverðum menningarhefðum. Staðurinn sem bauð snillinginn Pablo Picasso velkominn í heiminn, hefur á undanförnum árum aukið við menningararfinn og opnað söfn við allra hæfi. Í borginni má finna einu Pompidou miðstöðina utan Frakklands.
Á síðustu árum hefur Málaga bæst í hóp bæjarfélaga sem kalla má hefðbundna áfangastaði þeirra sem velja þann kost að koma sér upp heimili í sólinni, á borð við Marbella og Benahavís, þökk sé ríkara menningarlegu framboði, úrvali tómstunda og dægradvalar, tæknivæðingu í borginni og nútímalegri aðlögun að grunnþörfum þeirra sem ferðast og dvelja á staðnum. Það er notalegt að ganga um borgina sem verður alltaf vinsælli og sjá hvernig Alcabaza virkið, Castillo de Gibralfaro kastalinn og dómkirkjan, La Catedral, blandast við önnur hverfi eins og listamannahverfið Soho, með veröndum þar sem má tylla sér og snæða…eða fyrir þá sem elska að versla, að kanna merkar verslanagötur.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum