Strendur Murcia mælast 250 km en strandlengjan kallast einnig Costa Cálida. Þar er að finna nokkrar af bestu staðsetningunum við Miðjarðarhafsstrendur Spánar. Tvö höf má finna við strandlengjuna; Mar Menor og Miðjarðarhafið sjálft. Þarna má líta stórbrotna kletta og hvítar sandstrendur, líflegar hafnir og spegilsléttar og tærar víkur. Yfir 3000 sólarstundir teljast árlega á svæðinu og hitastig er milt, jafnvel á vetrum, en meðalhitastig á ári er yfir 19ºC. Án efa er áhugaverðasta úrvalið af nýjum fasteignum að finna við svæði Mar Menor.
Staðsetningar á borð við La Manga, Los Alcázares eða Mar de Cristal í Cartagena eru afar vinsælar meðal þeirra sem kaupa fasteign á Spáni. Fyrst og fremst er um íbúðir eða einbýli að ræða, örskammt frá strönd og þar sem saman fara verð og gæði, umfram önnur svæði við Miðjarðarhafsströndina. Auk stórbrotinna stranda og náttúru við strendur Murcia, má þar finna 16 golfvelli, þar á meðal La Manga sem þekktur er á heimsvísu.
Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.