Framboð fasteigna við norður Costa Blanca ströndina einkennist af háum gæðastandard. Þó að munur sé á ólíkum bæjum, er norður Costa Blanca yfirleitt flokkað sem svæði fyrir fasteignakaupendur með meðal eða háa innkomu. Einbýli eru ráðandi eignir, sér í lagi þar sem fjallgarðar eru og útsýnið yfir Miðjarðarhafið stórbrotið. Samt sem áður má finna ágætt framboð á íbúðum í bæjum sem liggja við ströndina, svo sem Benidorm, Altea eða Calpe.
Norður Costa Blanca er strandlengjan sem nær frá Denia í norðri að borginni Alicante sem liggur í miðju héraðinu. Á þessu svæði koma haf og fjalllendi saman og fegurð landslagsins er stórkostleg, skreytt klettum og fallegum klettaströndum í bland við langar hvítar sandstrendur. Þróun byggða fyrir erlenda kaupendur og ferðamenn hófst á þessu svæði um sjötta áratug síðustu aldar og sem slíkt hefur það framúrskarandi og þróað framboð þjónustu og góðar samgöngur einkenna svæðið. Um flugvöllinn í Alicante er mikil alþjóðleg umferð en fullkomin vegatenging er við völlinn frá aðalsvæðum norður Costa Blanca, eins og Benidorm, villajoyosa, Altea, Calpe, Jávea og Denia.
Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.