Costa Blanca Suður

Suður Costa Blanca nær frá Alicante borg allt suður til Pilar de la Horadada. Sandhólar, pálmatré og langar strendur forma hér landslagið sem laðar að sér þúsundir Evrópubúa og hefur gert síðustu ár og hvetur þá til að festa kaup á heimili á svæðinu. Framboðið einkennist af góðu verði og fínum gæðum. Eins og annars staðar eru fasteignir sem njóta útsýnis yfir hafið yfirleitt 2ja til 3ja herbergja íbúðir með stórum svölum sem gera þér kleift að njóta framúrskarandi loftslagsins við Miðjarðarhafið. Þessar tegundir eigna eru ríkjandi í bæjunum Santa Pola, Guardamar og Torrevieja.

Lestu meira

Í 2ja til 15 kílómetra fjarlægð frá ströndinni sjálfri má finna stórar íbúðabyggðir sem margar hverjar hafa þróast í kringum golfvelli. Orihuela Costa hefur mikið framboð af íbúðum við ströndina sjálfa en svæðið hefur að auki flestu golfvellina á allri Costa Blanca. Fimm ólíkir 18 holu golfvellir eru í Orihuela Costa og sumir þeirra eru þekktir á alþjóðlega vísu; Villamartin Golf, Las Ramblas Golf, Real Club de Golf Campoamor, Las Colinas Golf og Vistabella Golf. Í ölllum þessum golfvallarhverfum er mikið úrval fasteigna í boði og þar á meðal einbýli og raðhús. Ferðamannaþjónustan við suður Costa Blanca hefur tekið magnað stökk síðasta áratuginn, sem þýðir að í dag er þar að finna framúrskarandi úrval þjónustu af ýmsum toga, svo sem spítala, alþjóðlega skóla, stórar verslunarmiðstöðvar og suma af bestu golfvöllum Spánar og Evrópu ef út í það er farið

Yfirlit yfir fasteignir við Costa Blanca Suður

Sjá allar fasteignir við Costa Blanca Suður

Valdar eignir

Fasteign á Spáni ­fríir bæklingar

Fáðu fría bæklinga!

Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.

Sæktu um núna
  +354 616 0510   Fá aðstoð